Smásagnarsmáræði

42 - Smásagnasmáræði að eyðileggja líf hans. Þungur stingur fór um magann, mig langaði að gráta en ég náði ekki einu sinni andanum. Ég ætla að sofa á sófanum, sagði mamma bljúg, þerraði augun og píndi fram skakkt bros þegar ég kinkaði kolli. Bláu augun hennar voru óvenju þrútin og rauð. Hún fór ekki að sofa strax, þegar ég læddist inn til mín kveikti hún í eldgamalli sígarettu sem hafði legið ofan í búrskúffunni síðan á afmælinu hennar, ég heyrði hana blása reyk þótt hún kveikti á útvarp- inu, hljóðin nístu hlustirnar, hvert einasta ofurlitla smáhljóð boraðist inn í hausinn meðan ég grét ofan í koddann. Loks slökkti hún á útvarpinu, rólyndislegum karli sem varaði við reglulegum jarðskjálftum á Reykjanesskaganum næstu daga, og læddist inn til mín. Hún hlammaði sér á rúmstokkinn og bað mig að skilja að þetta væri ekki henni að kenna, stundum væru hlutirnir bara öðruvísi en við vildum, þau pabbi væru eins og tveir vinir sem ættu ekkert sameiginlegt í tíunda bekk þó að þeir hefðu verið óaðskiljanlegir í barnaskóla. Þvílík líking! Ætl- aðist hún til að ég félli fyrir svona ég-tala-unglingamál-bulli. Ég þóttist sofa meðan hún talaði, fyrst við mig, svo við sjálfa sig.Meðan hún þuldi upp hvernig þau hefðu verið hjón árum saman mín vegna. Dæmigert fyrir hana að klína þessu á mig. Það er aldrei neitt henni að kenna, enda er pabbi vanur að segja í gríni: Æ, fyrirgefðu Stella mín, að ég skyldi gleyma að bjarga heiminum í dag! - - -

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=