Smásagnarsmáræði

Það er mannlegt að gera mistök. Gerðu það hlustaðu á mig? bað hún pabba sem starði á hana eins og hann hefði verið fylltur með klakapokum. Mamma kveinkaði sér undan augnaráðinu; stóru, bláu augun vöknuðu svo maskarinn lak niður kinnbeinin og varirnar herptust saman í línu. Hún hætti að líkjast sjálfri sér með þykku, fallegu varirnar sem einhverjir karlar úti í bæ kusu Heitustu Varir Íslands í asna- legu karlatímariti. Á endanum leit hún undan og mætti augum mínum þar sem ég stóð í eldhúsgættinni. Henni brá, samt sagði hún ekkert, spurði ekki einu sinni hvort ég hefði vaknað við rifrildið í þeim. Svo leit hún aftur á pabba, biðjandi á svip. Minnti mig á Snata þegar hann sníkir við borðið. En pabbi var áfram ískaldur. Eftir langa þögn sagði hann bara: Þú hittir þennan mann á hverjum degi í heilt ár, Stella! Það eru samtals 365 mistök. Flestir reyna að læra af einum mistökum. Hún brast í grát. Grét og liðaðist niður á gólf, grét hátt með ekkasogum og stórum tárum. Vonaðist ábyggilega til að ég faðmaði hana. Það hvarflaði að mér en ég gat ekki hreyft mig. Stóð frosin í sömu sporunum, rétt eins og ég hefði líka verið fyllt af blýþungum klakapokum. Líka þegar pabbi gekk hægt framhjá mér, snerti öxlina á mér blíðlega og hvarf svo inn í svefnherbergi. Hann lokaði á eftir sér og skildi okkur eftir einar. Um stund fannst mér að það hefði ekki bara verið hún sem gerði 365 mistök heldur ég líka. Við tvær, bara búnar Reiði - 41

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=