Smásagnarsmáræði
40 - Smásagnasmáræði Sólrún! galar hún og baðar móðunni frá sér. Sólrún mín, hún Katla er þarna, elskan. Viltu ekki heilsa upp á hana? Ég er dáin. - - - Hæ Katla, kallar Sólrún vandræðaleg. Frikki tekur und ir kveðjuna og þrýstir henni upp að sér svo þau líta út eins og síamstvíburar þarna undir fílarennibrautinni. Nema hvað hann er með svart, krullað hár og ennþá svartari augu en hún ljóshærð eins og álfadís með grænustu augu sem ég hef nokkur tímann séð. Já, hæ, segi ég og syndi inn í móðuna. Burt frá þeim. Til mömmu sem skilur ekki neitt. Ætlarðu virkilega ekki að tala meira við hana Sólrúnu? básúnar hún yfir allt. Teinrétt og gleið í sundleikfiminni sinni, teygir skankana í allar áttir eins og allt sé eins og það eigi að vera. Eins og pabbi verði heima á eftir þegar við komum heim, eins og við séum bara að fara að plana kvöldmatinn eftir sundið og þjarka í mesta lagi um hvort það sé sniðugt að leigja mynd eða ekki. Hún er svo taktlaus. Fattar ekki að fólk hefur tilfinningar. Fattaði það augljóslega ekki þegar hún fann sér kærasta, bara eins og hún væri ekki gift og við pabbi værum ekki til. - - -
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=