Smásagnarsmáræði

38 - Smásagnasmáræði hettu alltaf ? Treður henni yfir flotta, gyllta hárið sitt. Og af hverju finnst öllum asnalega sundhettan svona smart? Hún er ógeð. - - - Já, ókei, ókei. Ég veit ég á að vera góð við hana. Hún á bágt. Grét í alla nótt. Alveg þangað til í morgun, þegar hún staul- aðist fram úr sófanum og hellti upp á te, gamalt jólate úr búrskúffunni, og sagði mér að taka saman sundfötin mín. Hvað með skólann? spurði ég og blés tereyknum frá mér; lyktin af jólakryddum er óbærileg í apríl, já og líka snjór, fáránlegt að búa í landi þar sem snjóar í apríl. Suma daga hættir veruleikinn að virka, svaraði hún fjar- ræn. Eiginlega alveg óþolandi hátíðleg. Og hvað átti hún svosem við með því? Hún er alltaf að bulla, það er alveg satt hjá ömmu. Hún ætti nú að þekkja hana. Eða? Það myndi væntanlega þýða að mamma ætti þá að þekkja mig í öreindir. Glætan. Pabbi þekkir mig betur. Og hann þekkir hana, hann veit að hún bullar. Hann nennir ekki að hlusta lengur á allt bullið. Hann er farinn, já, er að fara. Pakkar ofan í tösku meðan hún buslar þarna eins og hálfviti. Og ég bara sit hérna, eins og allt sé venjulegt, þetta sé einn af þessum grilljón venjulegu dögum. Stundum efast ég um að það sé eitthvað til sem heiti venjulegur dagur. Maður fattar það bara ekki fyrr en eftir á

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=