Smásagnarsmáræði

Gegnum eld og reyk - 37 Auður Jónsdóttir Reiði Vatnið er skringilega grænt, glærgrænt eins og slý. Kannski hefur krakki pissað í laugina. Oj, nei, rólegan, rólegan, það eru engir krakkar hérna núna. Engir skríkjandi pottormar að hoppa ofan á gamlar konur í baksundi. Engar æstar smá- stelpur í vatnsrennibrautinni. Bara mamma, þarna í móðunni. Veifandi í snjókófinu eins og það sé 30 stiga hiti og sól og sumar og allt barasta ókei eða þannig. Vá, hvað það er langt í burtu. Allt það góða, það sem var gott. Bara núna síðast í sumar, já þegar ég vissi ekki að það væri svona gott að því mig grunaði ekki að allt gæti orðið svona ömurlegt. Dæmi- gert mamma að vilja fara í sund. Bara eins og allt lagist við að busla í klórvatni. Hókus pókus, ble ble. Er verið að djóka í manni eða hvað? Getur allt verið svona svakalega glatað en allir látið eins og ekkert sé. Bara alveg sama. Katla, Katla mín! hrópar hún í gufusoðinni snjódrífunni og baðar út öngum eins og spriklandi draugur. Æst í að allir sjái hana því hún er vön að öllum finnist hún svo sæt og kúl. Heldur að hún sé til bara svo aðrir geti dáðst að henni eins og sólinni. Af hverju er hún með þessa asnalegu blómasund-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=