Smásagnarsmáræði

34 - Smásagnasmáræði að falla saman. Þetta var búið spil. Ég hafði samt rænu á að þakka konunni fyrir að hafa komið mér til hjálpar. Tautaði einhver afsökunarorð og flýtti mér heim. Vissi að ég hafði glatað tækifærinu til að ná sambandi við Díönu. Rústirnar af Greninu eru ekki merkilegar. Aðeins kjallara­ veggir og gólf eru eftir þar sem áður var heilt hús. Góð lóð fyrir athafnamenn gæti ég trúað. Ég var lengi að jafna mig eftir það sem gerðist og alltaf að vonast til að sjá Díönu bregða fyrir í gulum jakka og með grænköflóttan hálsklút. Sú hugsun læddist þó að mér að fötin hennar hefðu auðveldlega getað orðið eldinum að bráð. Sjálf hlaut hún að hafa lifað af, því annars hefði væntanlega birst mynd af henni í dánar­ tilkynningum dagblaðanna. Koparrautt hárið hefði verið áberandi þar. Ég er að safna fyrir nýrri myndavél. Verst þykir mér að ég skyldi ekki hafa rænu á að hlaða efninu mínu jafnóðum inn á tölvuna. Ég sakna þess að eiga ekki mynd af því sem ég upp- lifði. Næ ekki að framkalla nein afrit af graffinu í Greninu. Díana er hins vegar ljóslifandi í huga mér. Þegar ég hugsa um hana líður mér vel, alveg þar til draumurinn breytist í mar- tröð og þeytir mér gegnum eld og reyk sem ætla mig lifandi að drepa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=