Smásagnarsmáræði

Gegnum eld og reyk - 33 einhver inni í Greninu. Fann óttann læðast að mér og verða að þungri öldu sem skall á brjóstinu. Nei, það var víst hitinn frá eldinum sem barst til mín. Ég súmmaði, náði skoti á glugga sem var óbrotinn. Kannski var það eldhúsglugginn. Í sama bili sprakk hann og mannfjöldinn hörfaði. Lögreglan átti fullt í fangi með að halda fólki í hæfilegri fjarlægð. Húsið var alelda. Ég sá sjúkrabíl mjakast í gegnum þvöguna og beygði mig niður til að komast nær. Olnbogaði mig áfram með mynda- vélina á lofti. Varð að fá að vita hvort Díana væri þarna eða þau hin. Náði skoti af afturhurðinni á sjúkrabílnum. Bakið á sjúkraflutningamanni byrgði mér sýn. Ég bjó mig undir að fara gegnum eld og reyk en fann um leið hvernig þrengdi skyndilega að mér. Svo varð allt svart. Þegar ég rankaði við mér lá ég á bekk undir skæru götu- ljósi. Ókunn kona stumraði yfir mér og spurði hvort allt væri í lagi. Ég settist upp og vildi vita hvað hefði gerst. Hún sagði að ég hefði lent í troðningi og líklega liðið yfir mig. --Myndavélin, hugsaði ég um leið. Mundi að ég hafði haldið henni á lofti. Ég leit í kringum mig, sá að reykurinn var næstum horf- inn. Fólk var á leiðinni í burtu. --Ég var með myndavél, sagði ég. Konan hristi höfuðið og sagði að ég hefði líklega týnt vél- inni í troðningnum. Ég hefði örugglega ekki haldið á neinu þegar mér var bjargað úr þvögunni. --Ég var að taka mynd … Ég gat ekki sagt meira, vissi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=