Smásagnarsmáræði

32 - Smásagnasmáræði laust við að mig langaði mest til að verða róttækur anarkisti og slást í hóp með hústökuliði. Næstu daga ranglaði ég um bæinn með tökuvélina en fann mér ekkert spennandi viðfangsefni. Var mest með hugann við Díönu og Grenið. Sá fyrir mér senur og var að pæla í hvort ég gæti hannað einhverja lýsingu til að ná betri tökum innanhúss. Verst að það var ekkert rafmagn þar inni. Skoðaði tökurnar sem ég var með í vélinni. – Sæti myndatökustrákur, klingdi enn þá í eyrum mér. Á hverju götuhorni vonaðist ég til að sjá gulum jakka bregða fyrir. Kom auga á marga grænköflótta klúta en hvergi koparrautt hár. Kvöld eitt var ég staðráðinn í að bíða fyrir utan Grenið, láta mig hafa það að hanga þar fram á nótt í von um að hitta hana eða eitthvert hinna, sem gætu þá kannski sagt mér hvar ég ætti að leita. Á leiðinni heyrði ég í sírenum. Rétt á eftir kom brunabíll á fullri ferð og löggubíll með blikkandi ljós. Ég tók á rás, hljóp upp götuna og náði á mettíma þangað sem Grenið blasti við. Svartur reykjarmökkurinn staðfesti hugboð mitt. Fólk hópaðist út á götu og hljóp við fót. Slökkvistarfið virtist þegar hafið. Hróp og köll bárust víða að. Ég greip myndavélina og fangaði kol- dimman reykinn, fólkið á götunni, blikkandi ljósin og breiða vatnsbununa sem skall á húsþakinu. --Það er fólk inni í húsinu! hrópaði einhver. --Hústökufólk, heyrðist annar kalla. --Bölvaður lýður, skrækti mjóróma kona í þykkum pels. Ég reyndi að troðast nær. Vildi sjá hvort það væri virkilega

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=