Smásagnarsmáræði
Gegnum eld og reyk - 29 kjallaranum, en Díana hafði líklega komið þangað áður. Ég hlustaði eftir röddum en gat ekki greint orðaskil. Heyrði bara að það voru fleiri en einn sem þrammaði um gólfið yfir höfðum okkar. Díana tók um hönd mína og ég elti hana inn í myrkrið. Við fórum í gegnum þröngt dyraop, fram hjá einhverju skrjáf- andi drasli og á endanum húktum við hálfbogin á bak við eitt- hvað sem líktist gamalli hurð og hallaðist upp að vegg. --Ég held að þeir komi ekki hingað, hvíslaði Díana þétt upp við mig. Það var kalt og ömurlegt þarna í myrkrinu. Ég hugsaði eiginlega bara um hvað ég hefði verið vitlaus að láta plata mig inn í þetta greni. Gat ekki hugsað þá hugsun til enda ef löggan ætti nú eftir að finna mig þarna og kenna mér um eitthvað sem ég átti engan þátt í. Kannski höfðu þau stolið dótinu sem var uppi í eldhúsinu. Hvar áttu þau annars heima þessir krakkar? Voru þau í einhverju rugli sem ég áttaði mig ekki á? Það brakaði í gólfborðum og við heyrðum kjallara- lúguna opnast. Ljósrák þrengdi sér í gegnum myrkrið, en náði samt ekki til okkar. Líklega stóð einhver í stiganum og skimaði um kjallarann. Ég fann fyrir örum hjartslætti Díönu og heitum andardrætti. Djúp rödd sem kom að ofan sagði að þarna væri örugglega enginn og lúgunni var lokað með skelli. Myrkrið varð aftur allsráðandi. --Þetta verður allt í lagi, sagði Díana. Við höfum lent í þessu áður. Einhver hefur kjaftað frá, kvartað við lögregluna og þá neyðast þeir til að gera eitthvað í því að hrekja okkur í
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=