Smásagnarsmáræði
28 - Smásagnasmáræði og spurði hvort ég væri til í að mynda smá mótmæli sem þau ætluðu að standa fyrir. --Hérna? spurði ég. --Nei, maður. Niðri í bæ auðvitað. Við verðum á Austur- velli að mótmæla ríkisstjórninni sem er að setja allt til and- skotans. Allir sem ráða einhverju á Íslandi eru bilaðir og hugsa ekki um neitt nema rassgatið á sjálfum sér. Við viljum byltingu! --Lifi byltingin, sagði systirin og Díana, sem var búin að reisa eina af ferðatöskunum upp á endann og tylla sér á hana, kreppti hnefann og sagði: Burt með spillinguna! Á borðinu fór sími að hringja. Sá með gleraugun svaraði og hlustaði þungur á brún. Stökk síðan æstur á fætur og sagði: - Þeir eru að gera rassíu! --Djöfuls vesen, sagði sá skeggjaði. Díana leit snöggt á mig og brosið var alveg horfið af and- liti hennar: - Við verðum að fara! Allt var í uppnámi. Systir Díönu var rokin út í forstofuna en sneri strax aftur og kallaði að það væri of seint að fara þar út. Við yrðum að finna aðra undankomuleið. Díana benti mér að koma um leið og hún opnaði lúgu í eldhúsgólfinu og hvarf niður um hana. Að utan heyrðist háreysti. Ég elti hana niður brattan kjallarastigann. --Lokaðu á eftir þér, hvíslaði hún skipandi. Ég lokaði hleranum fyrir ofan mig. Það var koldimmt í þröngum stiganum og ómögulegt að sjá handa sinna skil í
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=