Smásagnarsmáræði

Gegnum eld og reyk - 27 var stórt, logandi kerti. Einhverjir pappírar líka. Það var líkast því að þau væru að vinna að einhverju og við hefðum kannski truflað þau. Sá með gleraugun spurði hvort við vildum kaffi. Díana þáði það en ég hristi höfuðið og sagðist ekki drekka kaffi. Sá skeggjaði skenkti henni kaffi úr hitabrúsa. Díana útskýrði fyrir mér að það væri ekkert rafmagn í húsinu og heldur ekki vatn. Þau yrðu að koma með kaffið með sér. Upp við einn vegginn voru staflar af alls konar matvöru, en líka blöð og bækur, geisladiskar og nokkrar ferðatöskur. --Var allt þetta dót hérna? spurði ég og benti á staflana. --Nei, við söfnum því sjálf, svaraði systirin. Þetta er dót sem fólk er búið að henda og við hirðum það úr ruslagámum. Fólk hendir öllu mögulegu sem okkur finnst gott að geta notað. --Þetta er næstum eins og í Góða hirðinum, sagði ég. Þar fæst svona gamalt drasl. Ég áttaði mig á því um leið og ég sleppti orðinu að það væri kannski óviðeigandi að kalla þetta drasl. Þau voru samt ekkert að gera athugasemd við það. Systirin teygði sig eftir gömlum gettóblaster og tókst eftir svolítið bras að koma honum í gang. Tónlistin var með einhverjum gaur sem söng við gítarundirleik. Ég kannaðist ekki við lagið. Líklega gömul hippatónlist. Ég handfjatlaði myndavélina, langaði til að ná einu skoti af þeim við borðið. Systirin hreyfði höfuðið og hendurnar í takt við tónlistina. Á bak við hana sást hár blaðastafli og ferðatöskurnar. Forljót mynd af grátandi barni við hliðina á töskunum. Sá skeggjaði kveikti sér í nýrri sígarettu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=