Smásagnarsmáræði
26 - Smásagnasmáræði Ég gat ekki annað en látið undan, stökk upp tröppurnar og fór á eftir henni inn í hálfdimma forstofu. Þar sagði hún mér í mörgum orðum frá því hvað hústökuliðið væri að pæla. Systir hennar tilheyrði í rauninni hópnum sem væri ekki þarna að staðaldri. Þetta væri eiginlega birgðastöð. Við héldum áfram inn í rökkvað húsið og komum inn í stórt herbergi sem var gal- tómt en veggirnir graffaðir í skærum litum. Gluggi sneri að götunni en glerið var atað málningu svo það sást varla út. Ég náði samfelldu skoti af veggnum og glugganum, en birtan var erfið.Díana vildi að við héldum áfram.Úr herberginu var geng- ið beint inn í eldhús sem var fullt af drasli. Þar sat strákurinn sem hafði komið til dyra við borð og á móti honum stelpa sem hlaut að vera systir Díönu. Þau sátu bæði á stórum trékössum. Skeggjaður strákur stóð og hallaði sér upp að dyrastaf og reykti. --Þetta er Dodds, tilkynnti Díana. Hann er ótrúlega feim inn kvikmyndagerðarmaður. Ég lyfti myndavélinni eins og til að staðfesta það sem hún sagði og skotraði augum um þessa rökkvuðu vistarveru. Þarna var hluti af innréttingu með vaski og stórar skellur á veggnum fyrir ofan þar sem skápur hafði einhvern tímann verið. Vaskurinn var fullur af glösum og bollum og á borðinu við hliðina hálftómar gosflöskur, dósir og kexpakkar. --Þú gætir gert heimildarmynd um Grenið, sagði sá með gleraugun. Ég kinkaði kolli, reyndi að virðast áhugasamur.Það var vond lykt þarna inni, fúkkalykt og einhver önnur fýla. Á borðinu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=