Smásagnarsmáræði

Gegnum eld og reyk - 25 heyrt eitthvað um að ungt fólk hefði hreinlega brotist inn í mannlaus hús og sest þar að í leyfisleysi. Hústökufólk var það víst kallað. --Ert þú í svona hústökuliði? spurði ég og reyndi að láta spurninguna hljóma eðlilega. Díana hristi höfuðið og sagði að ég væri ótrúlega spek­ ingslegur. Þetta væri bara svona staður þar sem hægt væri að kíkja inn til að hitta fólk sem væri á móti snarbiluðu þjóð- félagi. Á meðan við röltum gegnum húsasund og inn í bak- garðinn sagðist hún vera á móti spillingu og gróðafíkn. –-Þú veist, Dodds. Það er ekki endalaust hægt að kúga fá- tæka og lifa í gerviheimi þar sem enginn hugsar um annað en peninga. Ég lyfti myndavélinni, beindi henni að hálfhrundum tröppum sem lágu upp að bakinngangi hússins. Díana hljóp þar upp og barði að dyrum. Hún beið, en bankaði síðan aftur, óþolinmóð. Í sömu svipan var opnað. Strákur með úfið hár og gleraugu gægðist út. Díana benti á mig og ósjálfrátt færði ég myndavélina aftur fyrir bak til að hún sæist ekki. Strákurinn í dyrunum kinkaði kolli og Díana gaf mér merki um að koma. Ég hikaði og fann að ég var fullur efasemda. Hún fór að hlæja og sagði stríðnislega: - Þú þarft ekkert að vera hræddur. Þetta eru bara venjulegir krakkar. Smá mótmæli í gangi sem er gott. --En ég hélt að þetta væri ólöglegt … --Heyrðu, við tökum þátt í alls konar ólöglegum aðgerðum án þess að fatta það sjálf. Á hverjum degi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=