Smásagnarsmáræði

24 - Smásagnasmáræði hana fanga það sem fyrir augu bar, götuna fram undan, bíla- stæði, húsaröð og gangstéttarbrún. Díana fylgdist með mér og um leið var eins og hún stjórnaði því sem ég var að gera. Hvers vegna var ég allt í einu farinn að ganga í þveröfuga átt án þess að vita hvert ég var að fara? Hún réð ferðinni og ég fylgdi henni ósjálfrátt eftir. Þannig náði ég frábæru skoti þegar hún hoppaði upp á steyptan vegg og lék jafnvægislistir. Fyrir mér var hún dansandi fugl með tré og himin í baksýn. Hún sneri sér að mér og spurði hlæjandi hvort ég vildi ekki vera með í leiknum, sagði að ég væri frekar fyndinn með þessa myndavél til að fela mig á bakvið. --Ekki vera svona spéhræddur, sagði hún. Það er allt í lagi að gera bara það sem mann langar til. --Ég geri það líka, svaraði ég. Í næstu andrá var hún komin þétt upp að mér, greip undir handlegginn á mér og við tókum á rás eftir gangstéttinni. Ég gat ekki lengur myndað og mátti hafa mig allan við að elta hana. Eftir stutta stund stóðum við á næsta horni og Díana benti á hrörlegt hús sem ég hafði oft tekið eftir. --Hérna er Grenið, hvíslaði hún. --Grenið? --Við notum það fyrir miðstöð. Ég var eitt spurningarmerki. Sá auðvitað strax að þetta hlaut að vera mannlaust hús, sennilega dæmt til niðurrifs ef marka mátti krotið á ryðguðu bárujárninu og glugga sem var búið að negla tréplötur fyrir. Um leið rámaði mig í að hafa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=