Smásagnarsmáræði
Gegnum eld og reyk - 23 að gefa manni nýtt nafn? Sárnar manni eða verður kannski svolítið reiður yfir því að henni líki ekki nafnið manns? Ég fann ekki fyrir þeirri tilfinningu. Fannst ég alveg geta notað Dodds, ef það væri málið. --Dodds og Díana, sagði hún. – Það hljómar vel saman. Hét hún þá Díana eða var það kannski tilbúið nafn sem hljómaði betur en það sem var hennar raunverulega nafn? Dodds og Díana. Díana og Dodds. Átti ég að spyrja hvort hún héti eitthvað annað? --Það er svo fátt sem við getum ráðið, sagði hún. Ég vil fá að ráða hvað ég er kölluð. Það er nú það minnsta. Ég var alveg ringlaður. Hugsanir mínar komnar á fleygi- ferð. Hvert vorum við að fara og hvers vegna lét ég hana ráða ferðinni? Hún hafði pikkað mig upp í gegnum linsuna. Þetta var næstum eins og í bíómynd. Mér hefði kannski liðið betur ef það sem var að gerast hefði blasað við mér í ferköntuðum ramma. --Hvernig verður myndin? spurði hún. – Á hún að vera ögrandi eða hræðileg? --Bæði, svaraði ég, án þess að hugsa mig um og sá fyrir mér senu þar sem hún, Díana, var að berjast við einhvers konar djöful í mannsmynd. Furðulegt að mér skyldi detta það í hug, því ég var ekkert að pæla í hryllingsmynd eða neinu svoleiðis. Ég fann að mig langaði mest til að halda áfram með ein- hvers konar töku. Þess vegna brá ég myndavélinni á loft og lét
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=