Smásagnarsmáræði
22 - Smásagnasmáræði --Spennandi, sagði hún. – Passa ég kannski í hlutverk í henni? --Kannski, svaraði ég. – Ég á sko eftir að plana þetta betur … --Ekki vera svona vandræðalegur, sagði hún. – Mér er al vegsama þótt ég verði ekki með. Það sem byrjaði svona óvænt og aulalega varð samt ekki eins glatað og ég bjóst við. Áður en ég vissi af vorum við lögð af stað niður eftir götunni. Gengum þarna saman og hún fór að tala um ástandið í heiminum. Það var eitthvað heillandi í fari hennar og orðin sem hún notaði voru mér sum framandi. Fastistar og heimsvaldasinnar voru að leggja allt í rúst. Við áttum að bregðast við. Á Íslandi vantaði fleiri aðgerðasinna, meiri andspyrnu og ýmislegt fleira. Hún sagðist halda að það væri best að vera anarkisti og nefndi síðan margt sem ég hafði aldrei velt fyrir mér í neinni alvöru, en hún virtist þekkja af eigin raun. Ég lagði örugglega fátt til málanna en hlustaði og veitti henni alla mína athygli. Það var auðvelt. Ég óskaði þess að gatan væri miklu lengri en þessi stutti spölur fram undan. --Hvað heitirðu? spurði hún skyndilega. --Þórður, svarði ég. – Eða Doddi. Ég er oftast kallaður Doddi. --Svolítið gamaldags, sagði hún og nam staðar. – Mér finnst það ekki alveg passa við þig. Sem kvikmyndagerðar- mann á ég við. Dodds væri betra. Ég kalla þig það. Hvernig bregst maður við þegar einhver, og ég tala nú ekki um stelpa eins og þessi, ákveður bara alveg upp úr þurru
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=