Smásagnarsmáræði

Gegnum eld og reyk - 21 sólin fram úr skýjum og það birti allt í kringum okkur. Kopar- rautt hárið á stelpunni varð einsog logandi bál rétt í svip. Ég veit ekki hvar ég lærði þetta orð, koparrautt, en vissi strax að það átti við um litinn á hárinu á henni. Það var einfaldlega koparrautt. Grænköflótti klúturinn sem hún var með um háls- inn gerði það að verkum að hún leit út eins og persóna í sér- stöku hlutverki. Gulur jakki, grænköflóttur klútur, koparrautt hár. Ég virti hana fyrir mér og fylgdi henni eftir með mynda- vélinni á meðan hún gekk í áttina til mín.Mér fannst hún passa fullkomlega í stuttmyndina mína. Þess vegna stóð ég bara og glápti og var ekkert að hugsa um að hún væri um leið að horfa á mig. Það var ekki fyrr en hún var komin fast upp að mér að ég hrökk við og lét myndavélina síga. Horfðist í augu við hana og reyndi að setja upp einhvern afsökunarsvip sem var örugg- lega ekki sannfærandi. Hún var komin fast upp að mér, tók um handlegginn á mér, lyfti vélinni upp og brosti fallega. --Af hverju ertu að mynda mig? spurði hún. --Ég ætlaði ekki …byrjaði ég. --Þú varst að taka mynd af mér. --Ég veit það, en það gerðist eiginlega óvart. Hún sleppti takinu á handleggnum á mér en stóð kyrr og var auðsjáanlega að bíða eftir að ég segði eitthvað. Ég varð að reyna að útskýra þetta. --Ég er að … undirbúa … þú veist … svona stuttmynd, sagði ég. Orðin komu slitrótt út úr mér, eins og það væri ekki alveg í lagi með mig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=