Smásagnarsmáræði
20 - Smásagnasmáræði mál er að taka myndir, ekki ljósmyndir heldur hreyfimyndir. Súmma að og frá, láta sjónarhornið ráða hvernig eitthvað er sagt eða gefið til kynna. Ég byrjaði fyrir löngu að æfa mig á gömlu vélina hans pabba og það gekk bara vel. Svo eignaðist ég sjálfur alvöru kameru. Ég veit ekki af hverju ég er svona upptekinn af þessu, en mamma segir að ég sé upprennandi snillingur. Aðrir segja örugglega að ég sé bara sér á parti og sumir halda kannski að ég sé hálfgerður nörd. Innst inni er ég feiminn og ég á fáa vini. Oftast leiðist mér líka í skólanum og langar mest til að vera einhvers staðar úti með myndavélina að prófa mig áfram. Það var einmitt einn af þessum drungalegu dögum þegar skól- inn var alveg að ganga af mér dauðum. Ég ákvað að skrópa í líffræði og nota tímann til að gera eitthvað af viti áður en febrúarmyrkrið helltist yfir borgina og gerði allar myndatökur nær ómögulegar. Ég var að hugsa um efni í stuttmynd og ætl- aði að skoða tökustað við Drekann, sjoppuna þar sem krakkar úr skólanum hanga oft tímunum saman. Þess vegna gekk ég í rólegheitum eftir Njálsgötunni með skólatöskuna á öxlinni og hafði veitt myndavélina upp af botni hennar. Þegar ég nálgaðist hornið þar sem sjoppan er fór ég að horfa í gegnum linsuna og staðnæmdist um stund. Bílar óku fram hjá og nokkrir vegfar- endur gengu niður eftir götunni. Skyndilega opnuðust dyrnar á Drekanum og út kom stelpa í gulum jakka. Um leið og hún steig niður þessa einu tröppu við innganginn í sjoppuna braust
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=