Smásagnarsmáræði

undinum óbeint og endaði þar fyrir slysni. Í buxnavasa er kannski kvittun úr búð upp á bland í poka fyrir kr. 1.496.-, á botni töskunnar eru nokkrar fjaðrir af páfagauki, í bók sem hann greip úr hillunni til að lesa á ferðalaginu er ástarbréf frá kærustunni. Við getum kannski ekki lært að þekkja höfundinn eða ætlun hans til fulls með því að skoða ferðatöskuna hans. En að skrifa sögu er að mörgu leyti tilviljanakennd aðgerð og því getur verið ýmislegt í sögu sem höfundurinn vissi ekki af sjálfur. Svona rétt eins og hægt er að komast að ýmsu um þig með því að skoða ruslatunnuna þína. Það er því einhver ástæða fyrir öllu í sögunni. Ekki endi- lega meðvituð ástæða en ástæða engu að síður. Allt sem er í sögunni getur gefið okkur vísbendingar um efni hennar og leitt okkur áfram að því að skilja um hvað hún fjallar í raun og veru. Allt. Aldrei gleyma því. Og í knöppu frásagnarformi eins og smásögunni öðlast tákn og aukamerking hlutanna alveg sérstaklega mikið vægi. Formáli - 13

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=