Smásagnarsmáræði
Hvernig er þetta eiginlega með þennan bæ sem þú ert á? Í tölvupóstunum þínum segir þú mér bara frá einhverri vit- leysu. Er ekkert uppbyggilegt bændastarf þarna í gangi? Ég er alveg hætt að botna í þessu. Þeir hjá Bændasamtökunum sögðu mér áreiðanlega að Björn bóndi hefði unnið til verð- launa. Ég er stórlega farin að efast um að það hafi verið rétt hjá þeim. Jæja ég ætla að reyna að vera jákvæð þótt mér sé skapi næst að koma og sækja þig. Eru kýrnar farnar að mjólka á ný og ef svo er færðu stundum að hjálpa til við það? - Þín elsku mamma P.S. Náðu í lopatrefilinn, húfuna, vettlingana og sokkana - og notaðu prik. Hæ mamma Jú, jú ég fæ að hjálpa til við að mjólka kýrnar. Þær eru komnar í lag aftur og nú má Rögnvaldur ekki lengur koma nálægt mjaltavélunum svo ég fæ að aðstoða Bjössa bónda í staðinn fyrir hann. Veistu af hverju? Bjössi bóndi kom að Rögnvaldi einn morguninn þar sem hann var að nota mjaltavélina til að búa til sogblett á hálsinn á sér svo Arna myndi halda að hann ætti kærustu. Bjössi bóndi sendi alla vélina eins og hún lagði sig í bæinn í sótthreinsun. Greyið Rögnvaldur var húð- skammaður og hafði ekki erindi sem erfiði. Það myndaðist reyndar sogblettur á hálsinum á honum en gallinn var bara Elsku mamma - 147
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=