Smásagnarsmáræði

146 - Smásagnasmáræði og leitaði að lopasápu en fann enga. Hann gat ekkert hjálpað mér og spurði bara hvað ég ætlaði eiginlega að fara að þvo, kannski vaðmál? Síðan spurði hann mig hvort þú hefðir beðið mig um að kaupa þessa lopasápu. Þegar ég svaraði því játandi hló hann og spurði hvort þú ættir örbylgjuofn eða hvort þú eldaðir við hlóðir. Ég skildi þetta ekki og hætti bara að leita enda get ég ekki hugsað mér að taka fötin undan ungunum litlu alveg strax. Rottuungar eru ekki með neinar plágur, þeir eru nýfæddir. Þetta með klippinguna er allt í þessu fína ef ég vil stytta á mér hárið þá geri ég það bara sjálf. Allavegana fer ég ekki og læt klippa mig hér. Hann Rögnvaldur fór um daginn og lét klippa sig eins og einhver frægur fótboltamaður og kom heim með hanakamb. Hann hafði líka látið lita hárið á sér eldrautt. Hann hefur ekki fengið frið fyrir kríum síðan, þær elta hann uppi í hvert sinn sem hann fer eitthvað út fyrir dyrnar. Í gær fór hann út á tún til að hjálpa Örnu sem hafði misst eggin sín og kríurnar sturluðust. Þær voru örugglega fimm hundruð talsins og mynduðu hálfgert óveðursský fyrir ofan Rögnvald. Arna sturlaðist úr hræðslu og mamma, hún hrópar ekki mjög aðlaðandi. Rögnvaldur reyndar ekki heldur. Bjössi bóndi var brjálaður því hann sagði að kýrnar hefðu misst mjólkina við þessa skræki í þeim. Kríurnar náðu að reyta hanakambinn svo núna lítur hann frekar út fyrir að vera kambur á risaeðlu eða dreka, svona úr mörgum þríhyrningum. - Bless bless, Didda Elsku Didda mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=