Smásagnarsmáræði

nótt og ég ætla að gefa þeim flíkurnar til að hafa hlýtt fyrir ungana sína, kannski að ég reki augun í símann í leiðinni. Bjössi ætlar svo á eftir að fara með mig niður í Borgarnes til að kaupa á mig flíshúfu. - Bless í bili, Didda Elsku Didda mín Amma þín prjónaði þessar lopaflíkur á þig gigtveikum höndum. Þú verður að gjöra svo vel að sækja þær út í hest- húsið og taka flíkurnar frá þessum rottum og það strax. Not- aðu spýtu eða prik svo að rotturnar geti ekki klipið þig eða bitið, þetta eru óútreiknanlegar skepnur. Þvoðu flíkurnar svo vel upp úr lopasápu sem fæst áreiðanlega í Kaupfélaginu í Borgarnesi. Hvernig er hárið á þér þessa dagana? Þarftu ekki að fara í klippingu? Ég er viss um að Björn bóndi færi með þig á hárgreiðslustofu í sveitinni ef þú bæðir hann um það. Og ekki gleyma að sækja lopatrefilinn, húfuna, vettlingana og sokkana. Rottur bera plágur, elskan mín, og ég er viss um að þú vilt ekki fá plágu í þessar flíkur þótt þér finnist þær klæja. - Þín mamma Hæ mamma Hvað er Kaupfélag eiginlega? Bjössi bóndi segir að það séu búðirnar sem Ingólfur Arnarson og Snorri Sturluson hafi verslað í. Ég held að þú sért að gleyma að ég er ekki í gamal­ dags sveit. Ég fór hins vegar með Bjössa bónda í Hagkaup Elsku mamma - 145

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=