Smásagnarsmáræði

144 - Smásagnasmáræði Hann dró hann svo niður á veg með karlana og mig í humátt á eftir. Rögnvaldur sagðist ekkert hafa gert af sér í þetta sinn, hann hefði bara búið til skilti á ensku og íslensku eins og Bjössi bóndi hefði beðið um. Síðan sagði hann að hann hefði reynt að hafa ekki of mikinn texta á skiltinu til að fólk keyrði ekki út af við að reyna að lesa það. Þegar komið var niður á veg kippti Bjössi Rögnvaldi fram fyrir skiltið og las það sem á því stóð. Hann varð svo öskugrár í framan og hristi Rögnvald fram og til baka, kíkti svo inn í eyrað á honum og sagðist alltaf hafa haft áhuga á að sjá hvernig tómarúm væri á litinn. Karlarnir 6 þyrptust að þeim, bentu á skiltið og spurðu hvort þeir hefðu ekki haft rétt fyrir sér. Einn talaði um að kæra Bjössa bónda til Neytendasamtakanna fyrir svik í aug- lýsingu. Loksins þegar ég náði að troða mér á milli þeirra og lesa það sem á skiltinu stóð skildi ég hvað þeir voru að meina. Þetta endaði með því að Bjössi endurgreiddi þeim gistinguna. Á skiltinu stóð nefnilega: 5500 kr. nóttin, og svo risastórum stöfum undir því: SEX BEDS. Ég held að Rögnvaldur hafi ætlað að skrifa six beds, greyið. Bjössi bóndi er búinn að láta Rögnvald gista í hesthúsinu hjá Sveipi og rottunum síðan og sagði að dýrin væru betri í ensku en Rögnvaldur og þau gætu kannski kennt honum nokkur orð. Hann mælti svo með að Rögnvaldur byrjaði enskukennsluna á því að læra að telja upp á tíu. One-two-three-four-five-SIX, ekki sex Nú verð ég að kveðja því ég ætla að fara með lopadótið mitt út í hesthús. Rögnvaldur sagði mér að rotturnar hefðu eignast afkvæmi í

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=