Smásagnarsmáræði
Hæ mamma Bjössi bóndi sagði að það væri enginn heilvita maður lengur með lopahúfu, hvað þá með trefil, vettlinga og sokka í stíl. Nú eru allir í flís. Hann spurði mig meira að segja aftur hvort þú værir örugglega ekki 73. Ég sýndi honum myndina af þér sem ég tók með mér og hann flautaði og sagði að þú værir svakaskutla. Það er nú bara af því að hann er gamall eins og þú eða 37. Hann spurði svo hvort þú ætlaðir ekkert að koma í heimsókn til mín. Viltu ekki gera það mamma? Hér er svo skemmtilegt,Rögnvaldur gerði enn eina skyssuna svo allt varð vitlaust á ný. Það sem gerðist var að eftir að hann bjó til og setti upp skiltið niður við veg til að auglýsa bændagisting- una fylltist allt hér af mjög skrýtnu fólki. Þetta voru aðallega karlar og nokkrir útlendingar sem hegðuðu sér svakalega skringilega. Karlarnir voru alltaf að spyrja mig hvar gellurnar væru og heimtuðu að fá rúm í bændagistingunni. Bjössi varð að vísa heilum haug af körlum frá því það varð strax full- bókað í þessi 6 rúm sem við vorum með. Um leið og þeir höfðu fengið lyklana að herbergjunum sínum, þustu karlarnir inn og sáust ekki þar til morguninn eftir. Þá komu þeir fram einn af öðrum og heldur betur fúlir. Þeir sögðust hafa verið sviknir og spurðu hvað væri eiginlega verið að bjóða á þessum bæ. Bjössi sagði þeim sallarólegur að þetta væri bændagisting og þeir gætu því búist við að fá að gista hjá bónda eins og nafnið gæfi til kynna. Þeir trylltust við það og sögðu skiltið gefa allt aðra mynd af þessu. Bjössi hváði og sótti Rögnvald. Elsku mamma - 143
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=