Smásagnarsmáræði

142 - Smásagnasmáræði nefnilega Latóseðlana. Hann var nú ekkert alltof ánægður en átti engan annan kost en að þiggja þá. Nú Rögnvaldur fór svo með Örnu niður í Borgarnes og gat bara boðið henni upp á skyr og grænkálshaus sem þau urðu að borða úti á túni fyrir framan búðina, jú og svo gat hann boðið henni í sund á eftir. Arna hélt ábyggilega að hann myndi fara með henni út að borða pitsu og síðan í bíó því hún strunsaði í burtu eftir að hafa nartað fúl í kálið og kvaddi hann með því að einasti möguleikinn fyrir hann að fá hana með sér í sund væri ef þau færu til Þingvalla, út að Drekkingarhyl og að hann væri í poka. Nú verð ég að fara því mér heyrist fyrsti gesturinn vera kominn í bændagistinguna okkar. - Bless bless, þín Didda Elsku Didda mín Ég vona að ég hafi eitthvað misskilið vísuna því ekki líst mér á ástandið þarna ef svona dónaskapur eins og botn Björns bónda við vísuna viðgengst þarna. Til öryggis ætla ég að banna þér algerlega að kveðast á við nokkurn mann þarna í Borgarfirðinum. Ég er svo mikið að flýta mér því ég er að fara í saumaklúbb í kvöld svo ég verð að hafa þetta bréf í styttri kantinum. Ég minni þig því bara á að vera í lopahúfunni, lopavettlingunum, lopasokkunum og með lopatrefilinn svo að það slái ekki að þér. Mundu að íslensk sumur eru kaldari en ástralskir vetur. - Bless bless, þín mamma

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=