Smásagnarsmáræði

Latóseðlarnir safna ekki ryki þrátt fyrir að ég hafi ekki keypt mér neitt en ég gaf Rögnvaldi þá alla. Ég vorkenndi honum svo mikið greyinu og hann sárvantaði svo pening að ég gat ekki annað. Hann var nefnilega loksins búinn að finna stelpu sem vildi fara út með honum. Ég held að það hafi verið vegna þess að hann fór og sleikti umbúðirnar utan af kynþokkalyfinu frá Kína. Hann gerði það strax eftir að hann frétti að Sveipi gekk svona vel í ástamálunum eftir lyfjatökuna. Rögnvaldur sleikti líka innan úr glasinu og ég hef aldrei vitað að nokkur tunga gæti verið svona löng. Hann teygði hana líka rosalega mikið held ég því að hann kúgaðist allan tímann meðan hann var að þessu. En hann hafði allavegana erindi sem erfiði því stuttu síðar kom Arna af næsta bæ með egg til að selja Bjössa bónda og hún sagði, okkur öllum til forundrunar, bara já þeg­ ar Rögnvaldur bauð henni á stefnumót um kvöldið. Þetta lyf svínvirkar greinilega segir Bjössi bóndi og ég get tekið undir það. Arna hefur aldrei svo mikið sem svarað Rögnvaldi þegar hann hefur reynt að spyrja hana einhverra venjulegra spurn- inga eins og hvort það muni rigna á morgun og svoleiðis, svo það að hún hafi yfirhöfuð yrt á hann, og hvað þá tekið í mál að fara með honum á stefnumót, sannar að þetta lyf er ótrú- lega öflugt. Það kom samt babb í bátinn þegar Bjössi bóndi neitaði að láta Rögnvald hafa peninga til að bjóða Örnu út. Hann sagðist búast við að þurfa að borga meðlög með 15 fol- öldum í vor og yrði því að spara. Rögnvaldur fór alveg í rusl og á endanum bauð ég honum einu peningana sem ég átti, Elsku mamma - 141

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=