Smásagnarsmáræði
sveitalífinu en ég ætlaðist til. Þegar ég var á þínum aldri í sveit hjá Grími bónda á Blesastöðum var unnið hörðum höndum á daginn og áður en gengið var til náða á kvöldin skiptust allir á að fara með vísur og segja sögur. Mikið var það nú gaman og uppbyggilegt fyrir litla stúlku. Þó þú teljist varla lengur lítil, þá var það eitthvað í þá veru sem ég hafði vonast til að þú kynntist í sveitadvölinni. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar fólkið á bænum gerði sér dagamun um helgar og lék sér að því að botna vísur. Það gerist þannig að einhver slær fram fyrriparti og síðan verða hinir að reyna að botna vísuna. Ég er alveg viss um að Björn bóndi kann þetta og hefði gaman af því að taka upp slíkt á bænum sínum. Hér er fyrripartur sem þú getur fengið hann til að botna. Unaðsfögur sólin skín Svífur burtu þjóst Ég hlakka til að sjá frá þér næsta bréf með vísunni full- gerðri. Jæja elsku barnið mitt, hún amma þín og hann afi þinn senda þér bestu kveðjur. Þau gáfu þér smá pening sem ég lagði inn á bókina þína í bankanum. Gjaldkerinn mis- skildi þetta eitthvað og lét mig hafa Latóseðla sem ég sendi þér í pósti ef ske kynni að þú gætir eitthvað notað þá. Þú getur þá keypt þér eitthvað hollt og gott í matvöruversl- unum fyrir þá en maður verður aldrei of gamall til að borða epli. Reyndu svo að nota ullarsokkana, vettlingana, húfuna Elsku mamma - 139
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=