Smásagnarsmáræði

138 - Smásagnasmáræði urðu enn meira áberandi. Ég sá svo eftir honum á þeysi­ spretti niður heimreiðina og meira að segja rotturnar komu út á hlað til að horfa í forundran á eftir honum. Sama kvöld og fram eftir allri nóttu var svo ekki svefnfriður í sveitinni fyrir hneggjum í honum og einhverjum hryssum út um alla sveit. Núna eru allir bændur í grenndinni brjálaðir út í Bjössa bónda því flestar hryssurnar þeirra eru fylfullar eftir ástar­ nóttina hans Sveips. Bjössi bóndi benti þeim á að verra gæti það verið, ef Rögnvaldur hefði tekið lyfið en ekki Sveipur þá væru heimasæturnar ófrískar eftir Rögnvald. Svo dró hann Rögn- vald út til að sýna þeim hann og bændurnir urðu sammála um að skárra væri að eiga von á bananabaks folaldi með kanínu- tennur en að verða afi barns undan Rögnvaldi. Greyið Rögn- valdur. Jæja fleira er það ekki í bili, ég þarf að fara að hjálpa til því Bjössi bóndi er að hugsa um að opna bændagistingu. Ég á að hjálpa honum að búa um rúm og gera huggulegt en Rögnvaldur á að búa til skilti á ensku og íslensku og koma því fyrir við þjóðveginn til að auglýsa þetta. Við verðum með pláss fyrir sex manns í gistingu svo ég þarf að búa um mörg rúm og verð að drífa mig. - Bless bless, þín Didda Elsku Didda mín Mér er nú hætt að lítast á þessa sveit því af bréfunum þínum að dæma finnst mér þú vera að kynnast öðrum hliðum á

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=