Smásagnarsmáræði

12 - Smásagnasmáræði Af hverju skiptir ALLT í sögunni máli? Vegna þess að smásaga er það sem við köllum merkingarheild. Höfundur hennar ákvað að setjast niður til að skrifa söguna og varði til þess vissum tíma, kannski samtals 2–3 mánuðum. Á þeim tíma fékk hann alls kyns hugmyndir sem rötuðu inn í söguna og gerðu hana betri og skemmtilegri. Þegar höfundurinn hafði skrifað nægju sína og var orðinn ánægður með söguna ákvað hann að loka henni – setja punktinn aftan við sína vinnu. Með því að gefa söguna út (t.d. í þessari bók) má segja að höfundurinn hafi pakkað henni inn í umbúðir og komið í veg fyrir að henni yrði breytt meira. Sagan lokast inni, ef svo mætti að orði komast. Og þá fær- ist allt valdið yfir til lesandans.Höfundurinn sleppir tökunum á sinni vinnu – það er lesandinn sem opnar pakkann og metur allt sem í honum er. Og af því að höfundurinn er líka mann- eskja af holdi og blóði er líklegt – og reyndar mjög sennilegt – að í sögunni sé ýmislegt að finna sem höfundurinn setti alls ekki þangað viljandi. Að skrifa sögu er nefnilega ekkert líkt því að fylla út reiti í Excel-skjali. Að skrifa sögu er lífrænt og sjálfstætt ferli sem enginn hefur fullkomið vald yfir, ekki einu sinni allra færustu rithöfundar. Líkjum þessu við að höfundurinn hefði pakkað ofan í ferðatösku og við værum núna að gramsa í henni. Í töskunni er ýmislegt sem hann ákvað sjálfur að pakka niður (tann- bursti, tannkrem, nærbuxur, nefháraklippur, sólarvörn, mynd af mömmu, landakort) en þar er líka margt sem tengist höf-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=