Smásagnarsmáræði

heyrt hanagal berast þaðan einstaka sinnum dagana eftir að síminn hvarf en svo hefur rafhlaðan klárast og hanagalið þagnað. Viltu að ég leiti að honum? Kannski hefur Stubba falið hann hjá rottunum. Jæja, þá man ég ekki eftir fleiru í bili nema þá að mér finnst alls ekkert róandi að reka kýrnar heim. Hérna er það gert þannig að ég og Bjössi keyrum á gamla pallbílnum út í haga og hann skýtur upp í loftið með rifflinum sínum og kýrnar hlaupa skíthræddar heim. Þín sveit hefur ábyggilega verið eitthvað gamaldags. - Bless bless þín dóttir Didda Elsku Didda mín Láttu algerlega eiga sig að leita að símanum í rottubælinu. Ég er alveg sátt við að skrifa þér bara bréf. Rotturnar gætu klórað þig eða bitið og guð einn veit hvernig það myndi enda. Annars er gaman að heyra hvað þér þykir gaman í sveitinni. Þetta virðast eitthvað vera breyttir tímar með kýrnar, kannski er þetta ein af verðlaunatilraununum hans Björns sem Bænda- samtökin minntust á við mig þegar ég talaði við þá út af plássi fyrir þig. Þú ættir kannski ekkert að fara með í þær ferðir því ekki vil ég að þú verðir fyrir skoti. Ég ætlaði að senda þig í sveit til að þú kynntist náttúrunni og dýralífi. Ef ég hefði viljað að þú kynntist skotvopnum þá hefði ég innritað þig í herinn. Þú verður að lofa mér þessu. Jæja eru einhverjir heimalingar á Elsku mamma - 135

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=