Smásagnarsmáræði

134 - Smásagnasmáræði minnsta kosti ekki ef hann heldur áfram að sofa í felum uppi á fjósþaki þegar hann á að vera að vinna. Hann svaf þar uppi allan daginn í gær og fattaði ekki að passa sig á sólinni. Í dag er hann eldrauður í framan og Bjössi bóndi stríðir honum linnulaust, spyr hann hvort að hann sé kommúnisti, kallar hann Rögnvald rauða og segist finna sviðalykt þegar Rögn- valdur birtist. Hann minnir mig svolítið á Sveip sem er grað- hesturinn hér á bænum. Eins og þú veist eflaust þá eru grað- hestar yfirleitt notaðir til að búa til folöld en greyið hesturinn er svo ljótur að enginn vill hleypa honum nálægt hryssunum sínum. Hann er með hryggskekkju, sem gerir bakið á honum eins og banana í laginu, og svo er hann með framstæðar kan- ínutennur. Bjössi bóndi segir að það hafi gleymst að gelda Sveip því það hugði honum enginn líf þegar hann var folald og þess vegna hafi hann óvart orðið graðhestur. Ég spurði Bjössa bónda hvort hann ætlaði að gera við símann eins og þú baðst mig um en hann hélt nú ekki. Hann sagðist eiga fínan, þráðlausan síma sem er einhvers- staðar, hann veit bara ekki hvar. Síminn er nefnilega búinn að vera týndur í marga mánuði og Bjössi grunar Stubbu, gömlu tíkina á bænum, um að hafa stolið honum. Hann breytti nefnilega hringitóninum í hanagal og eftir það þoldi Stubba ekki símann sem hún hélt vera svartan, ferkantaðan hana með loftneti. Bjössi er nokkuð viss um að Stubba hafi náð honum þegar hann sá ekki til og grunar að hún hafi falið hann einhversstaðar inni í fjósi. Hann segist allavegana hafa

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=