Smásagnarsmáræði

veiðiklóin mætti á staðinn og hann segir þetta slökustu skipti sem hann hafi verið aðili að, þrátt fyrir að hafa einu sinni skipt á peningum fyrir hlutabréf í banka. En rottunum er skítsama um hvað honum finnst og láta bara fara vel um sig í fjósinu og stela sér til matar. Bjössi segir að þær séu svo sem allt í lagi og að hann nenni ekki að standa í því að láta bera þær út, þær séu fjarskyldir ættingjar hamstra svo þær séu eiginlega gælu- dýr. Bjössi bóndi spurði mig svo hvort ég ætti nokkuð tómt hamstrabúr í Reykjavík. Þú manst að hamsturinn hennar Lísu frænku dó í fyrra, ég get kannski fengið að eiga búrið og tekið rotturnar með mér heim í haust. Það væri ógeðs- lega frábært og þar sem þú leyfir mér ekki að eignast páfa- gaukinn sem ég er búin að biðja um í tíu ár þá getur vel verið að ég komi heim með þær í ágúst og eignist bara rottur sem gæludýr í staðinn. Ég er ekki ein hérna með Bjössa bónda því hér er líka strákur sem heitir Rögnvaldur, sem er 15 ára. Bjössi bóndi sagði mér að sér hafi verið borgað rosalega mikið fyrir að taka hann í vist af því að Rögnvaldur er svo ruglaður og á að læknast og lagast í sveitinni. Ruglið hans hefur með stelpur að gera því hann er víst svo rosalega hrifinn af öllum stelpum en engin þeirra er skotin í honum. Þær þyrftu líka að vera blindar og heyrnarlausar því Rögnvaldur er hörmulegur í út- liti og með svakalega skræka rödd og spangir sem ég held að séu endurunnar því þær virðast alls ekki passa í munninn á honum. Ég er ekki viss um að hann læknist og lagist hér, að Elsku mamma - 133

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=