Smásagnarsmáræði
132 - Smásagnasmáræði Hvernig er svo bóndinn, hann Björn? Þegar ég fékk handa þér sveitaplássið var mér sagt að hann væri verðlaunabóndi og frumkvöðull í ýmsu sem tengist landbúnaði. Þú ert eflaust að læra heilmikið, þegar ég var jafngömul þér þá var ég líka í sveit og mér fannst skemmtilegast að reka kýrnar heim í fjós á kvöldin. Það var eitthvað svo róandi. Þú manst svo að klæða þig vel og fara í ullarsokkana frá ömmu þegar þú ert í stígvélum. Þú verður einnig að vera dugleg að nota húfuna og vettlingana frá henni, enda allt í stíl. Mundu svo að ef manni verður kalt á fótunum þá getur allt gerst. Jæja nóg í bili. Þín mamma Til:
[email protected] Frá:
[email protected] Elsku mamma Takk fyrir bréfið. Hér er rosalega gaman og ég sé ekki eftir því að hafa komið, þótt ég hafi verið smá fúl áður en að ég fór. Bóndinn, sem er kallaður Bjössi, er með alls konar dýr: kýr, kindur, hesta, hunda, ketti og rottur. Ég sé um að gefa þeim öllum að borða, öllum nema rottunum auðvitað en þær eiga alls ekkert að vera hérna. Bjössi bóndi segir að þær hafi flutt inn í fjósið í leyfisleysi um leið og kötturinn hans flutti yfir á næsta bæ til að vera nær læðunni sem þar býr. Hann grunar að rotturnar hafi einmitt komið af þeim bæ, flúið þegar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=