Smásagnarsmáræði
Gegnum eld og reyk - 131 Yrsa Sigurðardóttir Elsku mamma Til:
[email protected] Frá:
[email protected] Elsku Didda mín mikið finnst mér skrýtið að þú skulir ekki vera hérna hjá mér. Þetta er í fyrsta sinn síðan þú fæddist fyrir 14 árum að við erum aðskildar svona lengi og ég sakna þín alveg svakalega mikið. Ég reyni að nota tímann vel og mér gengur bara ágæt- lega með ritgerðina, svo vel að ég á von á að geta klárað hana núna í sumar. Þá næ ég að útskrifast í haust og þú verður að fara að kalla mig doktor mamma. Jæja elskan vonandi hefur þú það rosalega fínt í sveitinni og hefur nóg fyrir stafni. Mér finnst hálf ómögulegt að geta ekki hringt en mér skilst að þessu valdi líklegast bilun í símtækinu á bænum, í það minnsta er símalínan í lagi. Ég trúi nú ekki öðru en að því verði kippt í liðinn bráðlega, en þangað til verður þú bara að vera dugleg að skrifa mér tölvupóst. Það væri raunar ekki úr vegi að þú kannaðir hvort ekki standi til að koma síma- málunum í lag.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=