Smásagnarsmáræði
„Sönn saga“ - 129 1. Smásagan heitir „Sönn saga“ með gæsalöppum utan um titilinn. Í frásögninni leiðréttir Hólm- fríður sig nokkrum sinnum og dregur til baka það sem hún hafði áður sagt. Getur verið að frá- sögn hennar sé uppspuni, að hluta til eða í heild? 2. „Ég man alveg hvað ég var að gera í fyrradag, á fimmtudaginn.“ Hvaða áhrif hefur þessi endur tekning sögumannsins á frásögnina? Er Hólmfríður að hagræða sannleikanum, halda lesandanum spenntum eða er hún sjálf að reyna að muna hvað gerðist? 3. Hvað vakir fyrir Hólmfríði þegar hún fer í bíl- skúrinn í Breiðholti? Er hún að fara þangað til að skaða sjálfa sig eða skaða aðra? 4. Sagan er brotakennd og í henni er talsvert um tímaflakk og gloppur í tíma. Til dæmis vitum við ekkert um forsögu þess að Hólmfríður tekur skyndilega strætó upp í Breiðholt. Hvaða áhrif hefur þessi óreiða á lestur sögunnar? 5. Frásögninni er beint til unglinga – snemma í sög- unni ávarpar Hólmfríður unglinga sérstaklega og talar um hana sem „smásögu í einhverja leiðinda kennslubók“. Hvaða áhrif hefur þetta á lesturinn? Hugleiðingar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=