Smásagnarsmáræði

• Smásaga segir yfirleitt ekki frá mörgum aðskildum at- burðum, en hún getur vísað í ýmsa atburði fyrir utan söguna og sagt frá þeim óbeinum orðum. • Smásaga felur oft í sér að sögupersónur (ein eða fleiri) upplifa breytingu á lífi sínu í gegnum erfiða, ánægjulega eða flókna atburði. • Smásaga er saga sem segir ekki alla söguna – hún treystir því að þú lesir á milli línanna. • Smásögur eru oft annaðhvort knúnar áfram af sterkum söguþræði eða ákveðinni stemningu og andrúmslofti. Þess vegna er mikilvægt að þú lesir gátlistann í lok formál- ans – um það hvernig gott er að lesa smásögur og aðra bók- menntatexta með augun opin og með því hávísindalega tóli sem þú geymir undir höfuðleðrinu og nefnist heili. Hvað skiptir þá máli í smásögunni sem ég les hverju sinni? Allt skiptir máli. Titillinn, orðanotkunin, nöfn persóna, stað- setningar, tímasetningar, árstíðir, inni/úti, vísanir í önnur bók- menntaverk eða menningu. Allt skiptir máli þegar við lesum sögurnar. ALLT! Formáli - 11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=