Smásagnarsmáræði
ef þú ert eitthvað að vinna í litla barninu innra með þér. Eins og ég. Sem geng um með barnið í sjálfri mér hvert sem ég fer. Prófaðu að tryllast, gráta og öskra og niðurlægja þig og athugaðu hvernig þér líður eftir það. Ég hef lært að fyrirgefa sjálfri mér. Fyrir utan lögreglustöðina á fimmtudaginn tókst mér það samt ekki. Mamma kom brjáluð inn til varðstjórans og hafði engan húmor fyrir þessu með ísbjörninn. Lögreglu- mennirnir á vakt höfðu heldur engan húmor fyrir mér. Ég gat ekki einu sinni beðið um að fá að fara á klósettið án þess að þeir öskruðu á mig að steinhalda kjafti. Þeir sögðu mér að ég væri búin með allar undanþágur hjá þeim. Nú væri ég orðin svokallaður góðkunningi lögreglunnar. Einu sinni voru þeir voða kurteisir alltaf og reyndu að róa mig niður. Það var þegar ég var alltaf brjáluð og öskraði og kleip og beit. Þá voru þeir góðir við mig. En á fimmtudaginn, þegar ég var loksins kurt- eis og góð, þá sýndu þeir klærnar og öskruðu eins og bavíanar. Mamma öskraði líka. Og hún hélt áfram að öskra alla leið út á gangstétt fyrir framan lögreglustöðina. Þá hljóp ég burtu frá henni. Ég stökk í gegnum Hlemm og lét mig hverfa. Hún hafði engan áhuga á að hlusta á mig. Ég var ekki búin að gera neitt af mér í marga mánuði þegar við stálum þessum ísbirni. Sem var meira gert upp á húmorinn. Ég tók strætó beina leið upp í Breiðholt. Slökkti á símanum mínum til að þurfa ekki að hunsa öll símtölin frá mömmu. „Sönn saga“ - 125
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=