Smásagnarsmáræði
Við hlýddum því auðvitað á örskotsstundu. Þegar þeir voru að keyra burtu stakk Gulli hausnum út um gluggann og öskraði til okkar að við ættum að hitta hann seinni partinn í bílskúr við Vesturberg. Ég rak löngutöng framan í hann og kallaði að hann mætti hoppa upp í rassgatið á sér. Nýtt sms frá Beggu: „Amma segir ad thad hafi kviknad i bil- skurnum.“ „Lögreglan er komin til að tala við þig, Hólmfríður mín,“ segir mamma rólega og brosir til mín í dyrunum á sjúkra- stofunni minni. „Og?“ svara ég og amma reynir að kæfa niður ekkasogin. - - - Ég man alveg hvað ég var að gera í fyrradag, á fimmtudaginn. Ég er bara ekkert viss um hvort ég ætli að segja einhverj- um frá því. En ég skal segja ykkur að eftir að ég fór að ganga um með barnið í sjálfri mér þá hefur mér gengið miklu betur að halda aftur af skapinu. Ég hef alltaf verið að springa inni í mér. Sálfræðingurinn minn, Clark Kent, segir að það sé af því að umhverfið mitt brást þegar ég var yngri. Þess vegna náði ég ekki að þroskast rétt.Tilfinningar litlu Hófíar eru brostnar og hún ræður ekkert við sig. Ég hef kastað stólnum mínum í kennarann minn. Ég hef bitið mömmu mína til blóðs. Fyrir einu og hálfu ári síðan, „Sönn saga“ - 119
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=