Smásagnarsmáræði

118 - Smásagnasmáræði „Begga,“ sagði Nonni þá allt í einu og leit á mig. „Hvað?“ „Hlustaðu á mig.“ „Já.“ Ég hafði ekki verið að hlusta. „Og þið líka,“ sagði hann og leit á Dodda og Beggu sem þögðu. „Ég ætla að gefa Gulla þessa skuld. Ég hef ekki tíma í þetta kjaftæði,“ hélt hann áfram og leit á Gulla sem starði á mig. Ég gretti mig framan í Gulla þegar hann sleikti út um og blikkaði mig á meðan bróðir hans hvíslaði einhverju að honum. „Þú hlýtur þá að lækka skuldina eitthvað. Ha?“ spurði ég þá og Nonni leit hugsi á mig. „Við erum þakklát fyrir að þú skyldir hafa hjálpað okkur með pabba hennar Beggu. Bara ein heimsókn frá þér og hann samþykkti að afsala sér for- ræðinu. En það var góðverk, Nonni. Það er ekki eins og þú hafir verið að innheimta fyrir okkur fíkniefnaskuld.“ „Guð minn almáttugur, Gulli,“ svaraði Nonni og leit á Gulla bróður sinn. „Þetta er eins og að tala við lögmann.Hvar finnur þú þínar kærustur?“ „Ég er ekki rassgat kærastan hans þótt ég hafi einu sinni leyft þessum litla bróður þínum að …“ frussaði ég út úr mér æst og þagnaði ekki fyrr en Nonni lyfti hendinni ógnandi á svip. „Hundrað þúsund kall. Þið skuldið Gulla hundrað þúsund kall. Og drulliði ykkur út úr bílnum.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=