Smásagnarsmáræði

„Veriði róleg,“ greip Nonni fram í fyrir litla bróður sínum. „Þið skuldið mér enn þá,“ bætti hann við og horfði strangur á mig. Nonni er miklu eldri en við. Ég veit ekki hvað hann er gamall en hann er gamall. Hann er svo breiður um sig að ég og Gulli kæmumst bæði inn í hann, tvisvar. Hann er alveg snoðaður og með bólur aftan á hálsinum. Örugglega eftir stera. Enda standa augu hans á stilkum eins og hann hafi mokað amfetamíni í nefið á sér eða sprautað sig. Við Begga sprautuðum okkur einu sinni með amfetamíni og þá litum við svona út og gátum ekki sofið í sólarhring. „Já. En við eigum engan pening,“ sagði ég því Begga fellur alltaf í dá ef hún er nálægt fólki sem er tíu árum eldra en hún. Í alvörunni. Þetta er rosalega undarlegt með hana. Hún dettur bara út og hættir að tala. Begga getur varla keypt bíó- miða ef stelpan í afgreiðslunni er fullorðin. „Áttirðu ekki að fá arf eða hvað það var?“ spurði Nonni en ég hafði logið því að honum á sínum tíma. „Ég gerði þér greiða. Og það bara af því að ég kannast við pabba þinn.“ Nonni hristi höfuðið og lét eins og þetta kæmi honum ógurlega á óvart. Að ég hafi logið að honum. Hvað átti ég að gera? Ég varð að bjarga Beggu minni og ekki gat ég treyst Barnaverndarnefnd fyrir því. Mamma var margoft búin að grátbiðja það lið um að koma henni frá pabba sínum og pólsku stjúpunni. En þeim var sama þótt hann berði hana í klessu. „Réttur blóðforeldra er alltaf ríkur …“ Bla bla bla. „Sönn saga“ - 117

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=