Smásagnarsmáræði

116 - Smásagnasmáræði eru nefnilega allir í afneitun og trúa því að „svona lagað þrífist ekki í svo litlu bæjarfélagi“. Einn skemmtilegasti leikurinn sem krakkarnir í Ólafsvík léku þegar ég var minni var að segja að ég væri eitruð. Þá máttu þau hvorki koma við mig né horfa á mig. Þá óhreink- uðust þau. Mér var boðið í afmæli til vinsælustu stelpunnar í bekkn- um (af því að það varð að bjóða öllum) en mér var sagt að það væri daginn eftir að afmælið var haldið. Þegar ég dinglaði þá kom enginn til dyra. Nú er ég aftur komin í skóla úti á landi. Það eru allir hræddir við okkur frá Akurhóli. Loksins líður mér vel í skóla þó ég læri aldrei neitt. Ég ætla að hætta um leið og ég fæ tækifæri til þess. Nonni Wium hitti okkur í bíl fyrir utan Mjóddina. Litli bróðir hans sat fram í hjá honum. Hann er einu ári eldri en ég og heitir Gulli og er kallaður Gulli litli. Ég hef einu sinni, þú veist, hjá honum og skil vel af hverju hann er kallaður Gulli litli. „Hæ, Hófí,“ sagði hann við mig um leið og ég settist aftur í ásamt Dodda og Beggu. „Þegiðu,“ svaraði ég og leið strax illa með að hafa sest í miðjuna. „Haltu kjafti,“ öskraði hann eins og freku krakkarnir í Ólafsvík, sármóðgaður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=