Smásagnarsmáræði

„Þú ert hommi,“ hló ég upp í opið geðið á Dodda. „Æi, kommon. Ert þú lesbía af því að þú ert alltaf að þykj- ast vera Playboy leikfélagi og ferð í sleik við Beggu?“ „Kannski,“ hló ég áfram. Ég veit ég er með athyglisbrest. Ég er á lyfjum. Þetta var útúr- snúningur. Hvar var ég? Já. Við skuldum Nonna Wium fimm hundruð þúsund. Ekki adda honum sem vini á Facebook. Hann er líka með Myspace-síðu og ég ætla ekki að segja ykkur hvernig á að finna hana. Nonni Wium er hættulegasti maðurinn á Íslandi. Ég var að fá sms frá Beggu. Hún er komin til ömmu sinnar á Selfossi og getur ekki talað í símann. Hún fer til fóstur­ foreldranna á mánudag. Ég svaraði með sms: „Sniffadi yfir mig – er a spitala.“ Begga svaradi: „Eg veit. Hringi a eftir.“ Begga er ein af þessum stelpum sem væri lögð í einelti ef hún væri í skólanum þínum. Í alvörunni. Hún er eins og ég var alltaf á meðan mamma drakk og var gift gaur sem lamdi hana. Begga er besta vinkona mín og ég elska hana eins og mína eigin systur. Mamma hennar er í sjötugustu meðferð- inni og pabbi hennar var að giftast pólskri konu sem hatar Beggu. Það er búið að taka hana af þeim og það er mér að þakka. Þegar ég var eins og Begga þá bjó ég úti á landi. Og ólíkt því sem allir halda þá er miklu meira einelti úti á landi. Þar „Sönn saga“ - 115

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=