Smásagnarsmáræði

114 - Smásagnasmáræði unni því á nokkurra vikna fresti fæ ég helgarleyfi frá Akur­ hóli. Með því skilyrði að vísu að ég hafi hagað mér vel og lofi að vera stillt og prúð í leyfinu. Við Begga fórum með Dodda að hitta Nonna Wium. Doddi er jafn gamall okkur og hann er örugglega hommi þótt hann vilji ekki viðurkenna það. „Fríða beib,“ sagði hann við mig um daginn. „Veistu, ég er búinn að ákveða að hætta að hugsa um stelpur þegar ég, þið vitið, hérna, einn uppi í rúmi og allt það.“ „Ha?“ sögðum við Bergþóra í kór og áður en ég náði að spyrja hvað hann ætti við greip hann fram í fyrir mér: „Þið vitið alveg hvað ég á við. Einn með sjálfum mér. Kyn- fræðsla og svo framvegis.“ Við flissuðum eins og vitleysingar. „Þetta er ekkert fyndið. Ég er að spá í að hugsa bara um karlmenn hér eftir þegar ég er einn með sjálfum mér,“ hélt Doddi áfram en hann er svo mikil tepra stundum að hann getur varla sagt neitt dónalegt. „Í alvörunni. Ég nenni ekki þessu kjaftæði um að stelpur séu geðveikt sexý og strákar ekki. Þið eruð alltaf í sleik og öll erótík og öll tímarit – meira að segja tískutímarit fyrir konur – eru uppfull af upphafningu á kvenmannslíkamanum. Mér finnst þetta vera mikið órétt- læti. Engum finnst við strákar sexý. Ekki einu sinni stelpum.“ „Sumir eru sætir,“ mótmælti Bergþóra. Eins og við værum að fara að ræða þetta af einhverju viti við Dodda. Hann er svo mikill Georg Bjarnfreðarson stundum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=