Smásagnarsmáræði

110 - Smásagnasmáræði Ef maður gengur með barnið í sjálfum sér um allt þá á maður að komast í tengsl við allar brostnu tilfinningarnar segir sálfræðingurinn. En samkvæmt rannsóknum þá varð ég fyrir ýmsum áföllum í æsku og því náði ég ekki að þroskast eins og venjulegt fólk. Ég er svokallaður hælismatur. „Og hvernig hefur ykkur gengið?“ spurði sálfræðingurinn minn og átti við mig og litlu Hólmfríði. Ef ég á að segja ykkur alveg eins og er þá er þessi sálfræð­ ingur fínn þó hann sé ruglaður. Hann lítur svolítið út eins og Súperman þegar hann er Clark Kent. Hann er alltaf í jakka- fötum og með gleraugu. Pínu sætur en samt ekki mín týpa. Ég fell alltaf fyrir lúserum eins og mamma. „Bara fínt. Það hefur gengið alveg frábærlega,“ svaraði ég og fannst ég vera að ljúga en ég var ekki að því. Ekki þannig. Ég er bara svo vön að ljúga að öllu þessu liði. Þetta fólk skrifar líka allt niður og sendir til Barnaverndar­ nefndar. Það var hérna í gærkvöldi. Tveir fulltrúar frá Barna- verndarnefnd stóðu við sjúkrarúmið mitt og sögðu mér að ég yrði flutt af spítalanum og í neyðarvistun á Stuðla um leið og ég hefði heilsu til. (Ókei. Ég veit að þetta rugl í mér er efni í smásögu í ein- hverja leiðinda kennslubók. Frændi minn, sem skrifar þessa sögu, sagði mér að hann væri að skrásetja sögu mína. En ég vil bara að þið vitið það – og þið megið endilega segja öllum í skólanum ykkar það – að ef þið lendið einhvern tíma í því

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=