Smásagnarsmáræði

Gegnum eld og reyk - 109 Mikael Torfason „Sönn saga“ Ég man alveg hvað ég var að gera í fyrradag, á fimmtudaginn. Það er samt í móðu hvernig ég komst hingað. Í nótt dreymdi mig að ég lægi í rúminu mínu. Ég gat ekki hreyft mig en gasgufan laumaðist upp eftir sænginni minni. Hún læsti sig við rúmið líkt og þoka og fikraði sig hægt og hægt nær andliti mínu. Það var eins og gastungan væri staðráðin í að kæfa mig. Þá heyrði ég hviss. Hviss. Líkt og í kveikjara. Ég missti andann og vaknaði með dúndrandi hjartslátt. Vissi innst inni að það var ég sem hélt á kveikjaranum. Hviss. Hviss. - - - Sálfræðingurinn minn segir mér að ég eigi að ganga um með barnið í sjálfri mér hvert sem ég fer. Ég veit hvað þið eruð að hugsa. Er hann geðveikur? Svarið er já. Þetta er gufuruglaður gaur. Hann sat við rúmstokkinn hjá mér í gær og spurði mig hvort ég hefði verið að tala við litlu Hólmfríði. „Já, reyndar,“ svaraði ég.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=