Smásagnarsmáræði

smásögur, skáldsögur og bíómyndir: Persónur, aðstæður, upp- haf, miðju og endi. Og alltaf leggjum við sjálfkrafa við hlustir með áhugasömum skilningarvitum. Alls staðar er verið að segja sögur. Sumar fá okkur til að gráta – þær eru dramatískar. Aðrar fá okkur til að hlæja – þær eru kómískar. Enn aðrar fá okkur fyrst og fremst til að hugsa, sjá lífið í nýju ljósi, skilja aðrar manneskjur betur. Eða skilja okkur sjálf betur. Góðar sögur fá okkur til að gera þetta allt á sama tíma: Hlæja, gráta, hugsa, skilja. Virkilega góðar sögur fá okkur til að breytast. Innra með okkur. Fá okkur til að breyta um viðhorf og sjá heiminn í nýju ljósi. Það gildir líka um sögurnar í þessari bók. Þær eru mjög ólíkar. En samt flokkast þær allar sem smásögur. Hvernig í ósköpunum má það vera? Hvað einkennir smásögur? Úff. Þetta er alltof erfið spurning … má ég svara henni eftir hádegi árið 2059? Hvað einkennir smásögur? Tja, ef maður fer t.d. á Netið og leitar fyrir sér kemur í ljós að um þetta mál hafa verið skrifaðar mjög, mjög, mjög marg- ar bækur. Og höfundar þessara bóka eru mjög oft ósammála. Okkur er því nokkur vandi á höndum – hugmyndir Formáli - 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=