Smásagnarsmáræði
Mamma brosti og strauk vanga okkar systra. Hún hafði heyrt sönginn um gleði í döprum hjörtum og sannfærðist þá um að þeim yrði borgið. Brosið var komið til baka, hlýja brosið hennar mömmu sem sorgin hafði áður kæft – kæft í svo mörg, löng ár. Við systur störðum hugfangnar á sendi- boða lífs og vonar – þetta litla barn sem bar ljós inn í bæinn. Hún andaði, hreyfði sig, gaf frá sér undurfalleg hljóð. Það var nóttina sem sólin kom í bæinn, líkt og fyrsti sumardagurinn okkar væri runninn upp. Svona kom hún mamma þín í heim- inn, hjartað mitt,“ segir móðursystir mín og dregur kjólinn undan saumnálinni. „Nú skaltu máta.“ „Himneskt útlán af sálnasafninu,“ segi ég um leið og ég smeygi mér í kjólinn. „Það finnst mér,“ segir hún, grípur títuprjón úr munnviki og nælir í brjóstsaum. „Eftir þessa nótt varð allt svo gott. Við hlökkuðum til einhvers í fyrsta sinn, einhvers annars en heimsókna nauta- drengsins. Við hlökkuðum til páska, til sumardagsins fyrsta og til jóla. Vonin settist að í kotinu við Hvammsfjörðinn í gervi móður þinnar. Mikið er þetta annars fallega grænt silki. Hann er kominn að sækja þig,“ bætir hún við og horfði fjar- rænu augnaráði út um gluggann. „Að hugsa sér að þessi ungi maður skuli vera afabarn nautastráksins. Fyrsta barnið hennar og síðasta barnið hennar – einhver svo órjúfanleg bönd. Hann er meira að segja líkur afa sínum,“ segir hún og hlær við. „Það segir Ljós leikur við myrkur - 105
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=