Smásagnarsmáræði

104 - Smásagnasmáræði gólfinu, sátum, stóðum. Systir mín þreif bönd úr hári sínu, hristi kollinn og rétti mér hárbursta. Ég tók burstann, greiddi langar og hægar strokur eftir rauðu hárinu. Læknirinn kom fram með pabba og klappaði hughreystandi á öxl hans. Hann sagðist gera allt til að bjarga mömmu. Báðum yrði ekki borgið. Mikilvægast væri að hún lifði. Barninu yrði að ná út sem fyrst, lima það í sundur, ef með þyrfti. Hárburstinn féll í gólfið. Pabbi starði sorgbitinn á gólf­ fjalirnar og hvíslaði að læknirinn vissi hvað væri fyrir bestu. Mér virtist hann hafa misst trúna á lífið. Baráttuóp bárust úr baðstofunni, líkt og uppreisn gegn dauðadómi. Læknirinn bretti upp ermar, pabbi líka án þess að vita beinlínis hvers vegna. Þeir luku upp baðstofudyr- unum. Mamma lá á grúfu í blóði drifnu rúmi. Ljósmóðirin hélt um lítið höfuð. Kolli fylgdi búkur og lítið stúlkubarn leit hvíta morgunskímu í torfbæ inn til dala. Hraðar hendur. Vit hreinsuð, lífsstrengur rofinn. Grátur barns og bros móður. Þær lifðu. Þær lifðu báðar. Sorgin stökk fram úr rúminu, æddi í örvæntingu um bað- stofuna en þaut svo út um gluggann og gufaði upp eins og þokuslæða við hvítar fjallsræturnar. Gleðin fyllti baðstofuna, breiddi faðm sinn mót heimilisfólkinu sem kunni ekki alveg að umgangast hana, Við urðum skelkuð, feimin og áttavillt – líkt og við hefðum fengið of stóra gjöf – gjöf sem ekki var hægt að þiggja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=