Smásagnarsmáræði

Hún skipti aldrei skapi, hún mamma. Hafði hjarta og lungu þessa heimilis í svuntu sinni, en þarna hrópaði hún á hjálp, bað Guð að vera með sér og varðveita litla barnið. Við heyrðum róandi rödd ljósmóðurinnar í baðstofunni í bland við stunur og óp móður í barnsnauð. Hljóð sem dundu á hús- veggjunum líkt og hviðurnar í óveðrinu úti. Ég gægðist inn um rifu á hurðinni og sá mömmu liggja undir sæng, anda ótt og títt og hvísla bænir. Ég sá ljósmóður leggja bakstur á enni. Svo kom hviða, sársaukaóp. Óveðurskrumla skall á bænum. Ég lagði hurðina aftur og leit á systur mína. Ekki orð. Þau voru til einskis nýt þessa nótt. Eldurinn í olíulampanum flökti lítillega, eins og óttinn hefði náð að stugga aðeins við honum. Við vorum vanar myrkrinu. Það grúfði yfir bænum eins og svartur galdur, sumar og vetur, vor og haust. Þetta þykka og deyfandi sálarmyrkur sem dauðinn ber með sér. Mamma hafði missti fóstur. Svo missti hún aftur fóstur. Sorgin settist á öxl hennar og hreiðraði þar um sig. Svo fæddist drengurinn. Þá hopaði sorgin út í horn en hún fór ekki langt því drengur- inn dó. Seinna fæddist stúlka, en dauðinn kom og sótti hana. Sorgin fitnaði, tútnaði út, sat á öxl hennar og saug í sig gleði og hamingju. Hún var komin fast að fimmtugu og aftur var lítið barn að brjóta sér leið í heiminn. Sorgin sat við rúm- stokkinn og glotti. Það get ég svo svarið að ég sá hana sitja þar. Hún gerði sér upp meðaumkunarsvip, strauk handar­ bak mömmu, setti stút á munninn, smellti tungu í góm og Ljós leikur við myrkur - 101

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=