Smásagnarsmáræði

það var bjart yfir þegar nautastrákurinn kom í heimsókn. Þá tók mamma gleði sína, skamma stund. Allt breyttist þegar sólin kom í bæinn. Þú þarft kjólinn fyrir sumardaginn fyrsta, er það ekki, elskan?“ spyr hún um leið og hún hristir úr efninu og virðir það fyrir sér. „Jú,“ segi ég varfærnislega. „Þú talar svo oft um nóttina þegar sólin kom í bæinn,“ segi ég og strýk efnið í höndum hennar. Hún brosir eins og alltaf ef hún talar um nóttina þegar sólin kom í bæinn. „Þegar ég var lítil trúði ég því að það væri safn á himnum, sálnasafn, og að þar sæti yfirsálnavörður og sorteraði sálir. Hann raðaði þeim í hillur, setti sálir sem þörfnuðust við- gerðar á gylltan handvagn. Ungar sálir fóru í barnasálnadeild, gamlar í fornsálnadeild. Sumar sálir voru aðeins lánaðar út í skamman tíma, aðrar í lengri tíma. Einhverjar gleymdust í út- láni og komu fljúgandi inn um glugga sálnasafnsins löngu eftir að von var á þeim. Einstaka sálir voru lánaðar fyrir mis- tök og afturkallaðar þegar það uppgötvaðist. Þegar öll ein- tök af sömu sálnagerð voru í útláni var biðlisti og þá misstu margar litlar manneskjur af því að verða til. Sálirnar féllu svo af himnum til jarðar og lentu þar sem þær lentu.“ „Áttu við að amma hafi verið á biðlista,“ sagði ég hugsi. „Já, en svo fékk hún líka úthlutað fyrir mistök og þá varð að afturkalla,“ sagði hún mildum rómi. „Það var kannski meira um slíkar sendingar á þeim tíma. Ljós leikur við myrkur - 99

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=